Live
Opið málþing – Norrænar loflagslausnir: Green to Scale
events

Opið málþing – Norrænar loflagslausnir: Green to Scale

Á málþinginu verður fjallað um þær 15 árangursríkar norrænu loftlagslausnir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Auk þess verður kynnt stuttlega hvaða aðferðum tilteknir aðilar beita á Akureyri í sama tilgangi. Markmiðið er að læra af því sem gert er á Norðurlöndum í þessum efnum með þeirri von um að hugmyndir kvikni um það til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að draga úr lofagsbreytingum. Jafnframt að fá innsýn inní það hvaða aðferðum sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki hér á Akureyri beita til þess að draga úr loftlagsbreytingum.

Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus og Menningarfélag Akureyrar.

DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

Aðalfyrirlesarar:

Rannsóknarniðurstöður Green to Scale verkefnisins kynntar 
Oras Tynkkynen ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Sitran, finnska nýsköpunarsjóðnum (erindið verður á ensku)

Íslenskar loftslagslausnir 
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands

Örerindi:

Kolefnishlutlaus Akureyri 
Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku

Háskólinn á Akureyri – í átt að kolefnishlutleysi 
Brynhildur Bjarnadóttir lektor við Háskólann á Akureyri

Er erfitt að minnka útblástur skipa? 
Hjörvar Kristjánsson verkefnisstjóri við nýsmíðar hjá Samherja

Að hvetja til aukinnar sjálfbærni með bættri nýtingu auðlinda 
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri EIMS

Pallborðsumræður 

Fundarstjóri: Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs

Sambærilegt málþing verður þann 18. janúar í Norræna húsinu en á heimasíðu þess má sjá nánari upplýsingar um það.

www.mak.is

What's this about?